Flokksaðild í Sósíalistaflokknum í bága við tvöfalda flokksaðild
26. febrúar 2018 —
Þar sem Sósíalistaflokkur Íslands hefur samþykkt, á félagsfundi 18. febrúar, að bjóða fram til borgarstjórnar í Reykjavík á eigin vegum, og hafnað óskuldbindandi viðræðum um samstarf við Alþýðufylkinguna, ályktar miðstjórn að Sósíalistaflokkur Íslands sé nú kominn í beina samkeppni við Alþýðufylkinguna og því sé tvöföld flokksaðild héðan í frá ósamrýmanleg. Því mælist miðstjórn flokksins til þess að þeir félagar, sem hingað til hafa tekið þátt í starfi beggja flokka, geri nú upp hug sinn og velji hvorum flokknum þeir ætli að fylgja að málum.
(Frá og með yfirlýsingu um að Alþýðufylkingin hyggðist ekki bjóða fram í komandi kosningum, sem var samþykkt seinna á árinu, er þessi samþykkt ógild.)