Ályktun um verkfall flugvirkja

19. desember 2017 —

Alþýðufylkingin lýsir fullum stuðningi við baráttu flugvirkja hjá Icelandair fyrir bættum kjörum. Flokkurinn fordæmir málflutning Samtaka Atvinnulífsins, sem er ekkert annað en grímulaus áróður gegn verkfallsvopninu, sem er eina vopnið, sem bítur í kjarabaráttu launafólks. Þá eru aðgerðir Icelandair að beina farþegum frá landinu ekkert annað en biðleikur, meðan þrýst er á um lagasetningu á verkfallið.

Framkvæmdastjórn Alþýðufylkingarinnar