mánudagur, 27. mars 2017

Vésteinn í Harmageddon

Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar, var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á dögunum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

mánudagur, 20. mars 2017

Mótmælum lífstíðarfangelsisdómi fyrir Maruti-þrettánmenninga

Óörugg vinna er alþjóðlegt vandamál vinnandi fólks. Í Indlandi reynir vinnandi fólk að skipuleggja sig í verkalýðsfélög en mætir stífri andstöðu atvinnurekenda og stundum ríkisvalds. Í Maruti í Indlandi rekur Suzuki verksmiðju þar sem verkamenn hafa verið hindraðir í að stofna verkalýðsfélag.
Í síðustu viku féll dómur í máli vel yfir hundrað verkamanna. Þeim var gefið að sök að hafa efnt til uppþota sem urðu í verksmiðjunni, þar sem starfsmannastjórinn lét lífið og hafði áður sýnt erfðastétt verkamanna fyrirlitningu. Ef þessum vel á annað hundrað voru 13 dæmdir fyrir morð á starfsmannastjóranum og nokkru fleiri fyrir uppþot. Aðrir voru sýknaðir.
Þeir 13 sem voru dæmdir fyrir morð áttu yfir höfði sér annað hvort dauðadóm eða lífstíðarfangelsi. Á föstudaginn var kveðinn upp dómurinn: lífstíðarfangelsi skyldi það vera. Hin raunverulega sök: að reyna að stofna verkalýðsfélag. Hinn raunverulegi tilgangur refsingarinnar: að vera öðrum verkamönnum viðvörun.
Alþýðufylkingin tekur undir alþjóðlega kröfu um að þessir menn verði látnir lausir. Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins, fór því í sendiráð Indlands sl. föstudag með eftirfarandi bréf:

People’s Front of Iceland
Leifsgötu 22
101 Reykjavík
To the Indian ambassador in Reykjavik
Túngötu 7
101 Reykjavík 
Dear ambassador. 
Our party, the People’s Front of Iceland, is very concerned about the 13 convicted Maruti Suzuki workers, and the situation they are facing. In general, India is meant to have a rule of law, but this case points at the opposite. The prosecution of the Maruti-Suzuki workers seems to be a sole attempt to suppress their trade union and their struggle for decent living conditions. Freedom of organisation is a fundamental factor of democracy, and every democratic state should support that right.
The People’s Front of Iceland supports the world-wide demand to release all the convicted Maruti-Suzuki workers and withdraw all charges against them, and particularly those 13 who are charged for murder. We urge the Indian authorities to take notice of these protests and drop all charges against the Maruti-Suzuki workers.
Reykjavík 17. 3. 2017
On behalf of the People’s Front of Iceland
Þorvaldur Þorvaldsson, 
chairman

þriðjudagur, 14. mars 2017

Af landsfundi Alþýðufylkingarinnar 2017

3. landsfundur Alþýðufylkingarinnar var haldinn í Reykjavík helgina 11.-12. mars. Þar voru ýmis mál til umfjöllunar og samþykktar nokkrar ályktanir.

Meginmál landsfundarins voru þó um flokksstarf og skipulag. Nýlega voru stofnuð svæðisfélög innan flokksins á höðborgarsvæðinu og í Norðaustukjördæmi. Stefnt er að því að aðildarfélög flokksins spanni allt landið fyrir sumarið. Skipaðir voru starfshópar til að undirbúa útgáfu málgagns á netinu, til að móta og samræma stefnu flokksins í verkalýðsmálum og til stefnumótunar í sveitarstjórnarmálum.

Þorvaldur Þorvaldsson var endurkjörinn formaður og Vésteinn Valgarðsson varaformaður. Aðrir sem kjörnir voru í framkvæmdastjórn eru: Elín Helgadóttir sjúkraliði, Erna Lína Baldvinsdóttir nemi, Guðmundur Sighvatsson byggingafræðingur, Tamila Gámez Garcell kennari og Þorvarður B. Kjartansson háskólanemi.

Fjórir fulltrúar voru kjörnir í miðstjórn en að öðru leyti er miðstjórnin skipuð fulltrúum svæðisfélaganna auk framkvæmdastjórnar. Loks var samþykkt tillaga um að gera Ólaf Þ. Jónsson, fyrrum vitavörð með fleiru, heiðursfélaga Alþýðufylkingarinnar.

Líflegar umræður voru á fundinum og tóku allir fundarmenn til máls. Þá var mikil samstaða um allar afgreiðslur og ríkti bjartsýni um baráttumál  og uppbyggingu flokksins.

Framkvæmdastjórn Alþýðufylkingarinnar

Ályktanir landsfundarins má lesa hér.

miðvikudagur, 8. mars 2017

Áttundi mars

Í dag er áttundi mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti.
Klukkan 17 í dag verður haldinn baráttufundur í Iðnó í tilefni dagsins. Sjáumst þar!

föstudagur, 3. mars 2017

Landsfundur Alþýðufylkingarinnar 11.-12. mars

Alþýðufylkingin heldur sinn þriðja landsfund helgina 11. og 12. mars. Dagskrá verður samkvæmt lögum flokksins, en endanleg útfærsla verður lögð fram í næstu viku.

Fundurinn verður haldinn í austurbæ Reykjavíkur í sal sem hefur aðgengi fyrir hjólastóla. Nákvæm staðsetning hefur verið send til félaga. Nýir félagar eru velkomnir, þeim er bent á að hafa samband í tölvupósti: althydufylkingin@gmail.com eða í síma: 895 9564 (Þorvaldur Þorvaldsson) til að fá nánari upplýsingar.

Fundurinn er opinn öllum félögum í Alþýðufylkingunni og framkvæmdastjórn hvetur alla félaga, sem þess eiga kost, að koma og taka þátt í þessum mikilvæga fundi. Þeir sem koma utan af landi og þurfa gistingu á höfuðborgarsvæðinu, eru hvattir til að láta vita sem fyrst svo auðveldara verði að koma því í kring.