fimmtudagur, 7. september 2017

Alþýðufylkingin á Fundi fólksins á Akureyri

Að venju mun Alþýðufylkingin taka þátt í Fundi fólksins, sem í ár fer fram á Akureyri föstudaginn 8/9 og laugardaginn 9/9.

Fyrri hlutinn er föstudaginn 8/9, kl. 13 í Setbergi, "Hvað er þessi félagsvæðing sem allir eru að tala um?" -- Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar segir frá megindráttunum í stefnu Alþýðufylkingarinnar.

Síðari hlutinn er laugardaginn 9/9, kl 13 í Setbergi, "Alþýðufylkingin og sveitarstjórnarmálin" -- Vésteinn Valgarðsson varaformaður Alþýðufylkingarinnar og Bjarmi Dýrfjörð ræða stefnu Alþýðufylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Þá verðum við með sófaspjall: "Þjóðfélagsbreytingar, óskhyggja og raunsæi" kl. 15 á laugardeginum.

Sjáumst!