mánudagur, 20. mars 2017

Mótmælum lífstíðarfangelsisdómi fyrir Maruti-þrettánmenninga

Óörugg vinna er alþjóðlegt vandamál vinnandi fólks. Í Indlandi reynir vinnandi fólk að skipuleggja sig í verkalýðsfélög en mætir stífri andstöðu atvinnurekenda og stundum ríkisvalds. Í Maruti í Indlandi rekur Suzuki verksmiðju þar sem verkamenn hafa verið hindraðir í að stofna verkalýðsfélag.
Í síðustu viku féll dómur í máli vel yfir hundrað verkamanna. Þeim var gefið að sök að hafa efnt til uppþota sem urðu í verksmiðjunni, þar sem starfsmannastjórinn lét lífið og hafði áður sýnt erfðastétt verkamanna fyrirlitningu. Ef þessum vel á annað hundrað voru 13 dæmdir fyrir morð á starfsmannastjóranum og nokkru fleiri fyrir uppþot. Aðrir voru sýknaðir.
Þeir 13 sem voru dæmdir fyrir morð áttu yfir höfði sér annað hvort dauðadóm eða lífstíðarfangelsi. Á föstudaginn var kveðinn upp dómurinn: lífstíðarfangelsi skyldi það vera. Hin raunverulega sök: að reyna að stofna verkalýðsfélag. Hinn raunverulegi tilgangur refsingarinnar: að vera öðrum verkamönnum viðvörun.
Alþýðufylkingin tekur undir alþjóðlega kröfu um að þessir menn verði látnir lausir. Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins, fór því í sendiráð Indlands sl. föstudag með eftirfarandi bréf:

People’s Front of Iceland
Leifsgötu 22
101 Reykjavík
To the Indian ambassador in Reykjavik
Túngötu 7
101 Reykjavík 
Dear ambassador. 
Our party, the People’s Front of Iceland, is very concerned about the 13 convicted Maruti Suzuki workers, and the situation they are facing. In general, India is meant to have a rule of law, but this case points at the opposite. The prosecution of the Maruti-Suzuki workers seems to be a sole attempt to suppress their trade union and their struggle for decent living conditions. Freedom of organisation is a fundamental factor of democracy, and every democratic state should support that right.
The People’s Front of Iceland supports the world-wide demand to release all the convicted Maruti-Suzuki workers and withdraw all charges against them, and particularly those 13 who are charged for murder. We urge the Indian authorities to take notice of these protests and drop all charges against the Maruti-Suzuki workers.
Reykjavík 17. 3. 2017
On behalf of the People’s Front of Iceland
Þorvaldur Þorvaldsson, 
chairman