föstudagur, 3. mars 2017

Landsfundur Alþýðufylkingarinnar 11.-12. mars

Alþýðufylkingin heldur sinn þriðja landsfund helgina 11. og 12. mars. Dagskrá verður samkvæmt lögum flokksins, en endanleg útfærsla verður lögð fram í næstu viku.

Fundurinn verður haldinn í austurbæ Reykjavíkur í sal sem hefur aðgengi fyrir hjólastóla. Nákvæm staðsetning hefur verið send til félaga. Nýir félagar eru velkomnir, þeim er bent á að hafa samband í tölvupósti: althydufylkingin@gmail.com eða í síma: 895 9564 (Þorvaldur Þorvaldsson) til að fá nánari upplýsingar.

Fundurinn er opinn öllum félögum í Alþýðufylkingunni og framkvæmdastjórn hvetur alla félaga, sem þess eiga kost, að koma og taka þátt í þessum mikilvæga fundi. Þeir sem koma utan af landi og þurfa gistingu á höfuðborgarsvæðinu, eru hvattir til að láta vita sem fyrst svo auðveldara verði að koma því í kring.