þriðjudagur, 14. mars 2017

Af landsfundi Alþýðufylkingarinnar 2017

3. landsfundur Alþýðufylkingarinnar var haldinn í Reykjavík helgina 11.-12. mars. Þar voru ýmis mál til umfjöllunar og samþykktar nokkrar ályktanir.

Meginmál landsfundarins voru þó um flokksstarf og skipulag. Nýlega voru stofnuð svæðisfélög innan flokksins á höðborgarsvæðinu og í Norðaustukjördæmi. Stefnt er að því að aðildarfélög flokksins spanni allt landið fyrir sumarið. Skipaðir voru starfshópar til að undirbúa útgáfu málgagns á netinu, til að móta og samræma stefnu flokksins í verkalýðsmálum og til stefnumótunar í sveitarstjórnarmálum.

Þorvaldur Þorvaldsson var endurkjörinn formaður og Vésteinn Valgarðsson varaformaður. Aðrir sem kjörnir voru í framkvæmdastjórn eru: Elín Helgadóttir sjúkraliði, Erna Lína Baldvinsdóttir nemi, Guðmundur Sighvatsson byggingafræðingur, Tamila Gámez Garcell kennari og Þorvarður B. Kjartansson háskólanemi.

Fjórir fulltrúar voru kjörnir í miðstjórn en að öðru leyti er miðstjórnin skipuð fulltrúum svæðisfélaganna auk framkvæmdastjórnar. Loks var samþykkt tillaga um að gera Ólaf Þ. Jónsson, fyrrum vitavörð með fleiru, heiðursfélaga Alþýðufylkingarinnar.

Líflegar umræður voru á fundinum og tóku allir fundarmenn til máls. Þá var mikil samstaða um allar afgreiðslur og ríkti bjartsýni um baráttumál  og uppbyggingu flokksins.

Framkvæmdastjórn Alþýðufylkingarinnar

Ályktanir landsfundarins má lesa hér.