miðvikudagur, 22. febrúar 2017

Stofnun svæðisfélags Alþýðufylkingarinnar á höfuðborgarsvæðinu

Síðastliðinn laugardag, 18. febrúar, var stofnað svæðisfélag Alþýðufylkingarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er sameiginlegt kjördæmisfélag flokksins í Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæmum og í þeim sveitarfélögum sem tilheyra þeim. Félagið vinnur að framgangi stefnu Alþýðufylkingarinnar á félagssvæðinu, m.a. með kosningaundirbúningi.

Í stjórn voru kjörin Alice Bower, Jón Hjörtur Brjánsson, Tamila Gámez Garcell, Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir og Þorvarður B. Kjartansson.