fimmtudagur, 16. febrúar 2017

Stofnfundur svæðisfélags Alþýðufylkingarinnar á höfuðborgarsvæðinu 18. febrúar

Aðildarfélag Alþýðufylkingarinnar á höfuðborgarsvæðinu verður stofnað laugardaginn 18. febrúar. Stofnfundurinn verður í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, og hefst kl. 12.

Auk þess að samþykkja lög og kjósa stjórn, verður rætt um starf félagsins í náinni framtíð, tillögur til landsfundar í næsta mánuði o.fl.

Starfssvæði félagsins verður Reykjavík og Suðvesturkjördæmi. Auk þeirra sem þegar eru félagar í Alþýðufylkingunni, eru nýir félagar velkomnir á fundinn.

Heitt á könnunni.

Kveðja,

Undirbúningsnefndin