sunnudagur, 1. janúar 2017

Áramótakveðja til stuðningsmanna Alþýðufylkingarinnar

Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs. Árið 2016 hefur verið nokkuð viðburðaríkt hjá Alþýðufylkingunni, og segja má að
hún hafi komist á kortið, og margfaldast sá fjöldi sem þekkir nokkuð til, og finnur til samstöðu með stefnu Alþýðufylkingarinnar. Á komandi ári liggja fyrir ekki síður mikilvæg verkefni, þar sem skipulagsleg uppbygging flokksins er í forgrunni. Í nóvember s.l. var stofnað fyrsta svæðisfélag Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og við höfum sett okkur það markmið að stofna félög um allt land fyrir landsfund í byrjun mars.

Það er mikil áskorun að taka sér það verkefni að sameina alþýðuna til baráttu gegn auðvaldinu til að koma á nýju þjóðskipulagi. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað. Ég er sannfærður um að okkur tekst á komandi misserum að efla Alþýðufylkinguna og auka stöðugleika í starfi hennar, þannig að hún verði forystuafl á öllum sviðum stéttabaráttunnar. Ég vonast til að hitta mörg ykkar í starfi á næstunni og saman munum við gera árið 2017 að mikilvægu ári í uppbyggingu AF.

Þorvaldur Þorvaldsson
trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar