föstudagur, 30. september 2016

Þorvaldur leiðir í Reykjavík suður

Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar leiðir lista flokksins í
Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður
Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2016.
Þorvaldur er fæddur á Akranesi 1957 og er þriggja dætra faðir. Þorvaldur hefur starfað að félagsmálum og stjórnmálum um árabil. Hann hefur verið formaður Parkinsonsamtakanna, Menningartengsla Albaníu og Íslands, Sósíalistafélagsins og Rauðs vettvangs. Hann hefur verið í stjórn Samtaka hernaðarandstæðinga, Hagsmunasamtaka heimilanna, Heimssýnar, Vinstrigrænna og DíaMats. Hann er formaður og einn stofnenda Alþýðufylkingarinnar.
Meðal helstu baráttumála Þorvaldar eru húsnæðismál, friðarmál og fullveldi Íslands, auk almenns félagslegs réttlætis.

Alþýðufylkingin í Kolaportinu um helgina!

Alþýðufylkingin verður með bás í Kolaportinu á morgun og hinn: laugardag 1. október og sunnudag 2. október, frá kl. 11 til 17. Hægt verður að kynnast flokknum, stefnumálum og nokkrum leiðandi frambjóðendum hans. Hægt verður m.a. að nálgast hin eftirsóttu barmmerki flokksins. Hægt verður að skrifa undir meðmælendalista og láta fé af hendi rakna, annað hvort í skiptum fyrir gamla hluti eða bara sem styrk. Við verðum á bás 11C ... sjáumst!

þriðjudagur, 27. september 2016

Vilt þú leggja Alþýðufylkingunni lið?

Í kosningabaráttunni framundan þarf málstaður Alþýðufylkingarinnar allar hendur á dekk. Þú þarft
ekki að gera mikið til að styðja okkur svo það muni um það. Það munar um allt fyrir lítinn flokk í harðri baráttu. Hvað geturðu lagt af mörkum?

  • Viltu vera á lista? Það eru nokkur sæti laus ennþá. Hafðu samband og láttu okkur vita af þér.
  • Viltu safna undirskriftum meðmælenda? Hafðu samband og þú færð eyðublöð og leiðbeiningar.
  • Viltu gefa styrkja okkur með peningum? Reikningsnúmerið er 0101-26-011133, kt. 580113-2140

Ef þú vilt hafa samband út af einhverju af þessu, eða út af einhverju öðru, þá er netfangið okkar: althydufylkingin@gmail.com og það má líka ná í okkur í síma 8959564 (Þorvaldur formaður) eða 8629067 (Vésteinn varaformaður).

laugardagur, 24. september 2016

Alþýðufylkingin í Kolaportinu um helgina!

Alþýðufylkingin verður með bás í Kolaportinu á morgun og hinn: laugardag 24. september og sunnudag 25. september. Hægt verður að kynnast flokknum, stefnumálum og nokkrum leiðandi frambjóðendum hans. Hægt verður m.a. að nálgast hin eftirsóttu barmmerki flokksins. Hægt verður að skrifa undir meðmælendalista og láta fé af hendi rakna, annað hvort í skiptum fyrir gamla hluti eða bara sem styrk. Við verðum á bás 15C ... sjáumst!

föstudagur, 23. september 2016

Þorvaldur á Bylgjunni

Þorvaldur Þorvaldsson fór á kostum í þættinum Í bítið á Bylgjunni síðastliðinn miðvikudag. Hann var þar í viðtali sem formaður Alþýðufylkingarinnar. Hlustið á þáttinn hér!

Loksins: Alþýðufylkingin í Kolaportinu um helgina!

Alþýðufylkingin verður með bás í Kolaportinu á morgun og hinn: laugardag 24. september og sunnudag 25. september. Hægt verður að kynnast flokknum, stefnumálum og nokkrum leiðandi frambjóðendum hans. Hægt verður m.a. að nálgast hin eftirsóttu barmmerki flokksins. Hægt verður að skrifa undir meðmælendalista og láta fé af hendi rakna, annað hvort í skiptum fyrir gamla hluti eða bara sem styrk. Við verðum á bás 15C ... sjáumst!

fimmtudagur, 22. september 2016

Listi Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður

Alþýðufylkingin gerir kunnugan framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir
Vésteinn Valgarðsson, varaformaður
Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Rvk.N
Alþingiskosningarnar 29. október 2016:

1. Vé­steinn Val­g­arðsson, stuðnings­full­trúi, Reykja­vík
2. Sól­veig Hauks­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, Reykja­vík
3. Gunn­ar Freyr Rún­ars­son, geðsjúkra­liði, Reykja­vík
4. Þóra Sverr­is­dótt­ir, leik­skóla­kenn­ari, Reykja­vík
5. Tinna Þor­valds­dótt­ir Önnu­dótt­ir, leik­kona, Reykja­vík
6. Sindri Freyr Steins­son, stuðnings­full­trúi, Reykja­vík
7. Axel Þór Kol­beins­son, tölvu­tækn­ir, Reykja­vík
8. Héðinn Björns­son, jarðfræðing­ur, Dan­mörku
9. Sig­ríður Krist­ín Kristjáns­dótt­ir, námsmaður, Reykja­vík
10. Jón Karl Stef­áns­son, for­stöðumaður, Reykja­vík
11. Ásgeir Rún­ar Helga­son, dós­ent í sál­fræði, Svíþjóð
12. Ein­ar Andrés­son, fanga­vörður, Reykja­vík
13. Sól­ey Þor­valds­dótt­ir, starfsmaður í veit­inga­húsi, Reykja­vík
14. Krist­leif­ur Þor­steins­son, tölv­un­ar­fræðing­ur, Kópa­vogi
15. Ólaf­ur Tumi Sig­urðar­son, há­skóla­nemi, Reykja­vík
16. Elín Helga­dótt­ir, sjúkra­liði, Reykja­vík
17. Ingi Þóris­son, námsmaður, Hollandi
18. Stefán Ingvar Vig­fús­son, listamaður, Reykja­vík
19. Lúther Maríuson, afgreiðslumaður, Reykja­vík
20. Vikt­or Penal­ver, ör­yrki, Hafnar­f­irði
21. Björg Kjart­ans­dótt­ir, sjúkra­liði, Reykja­vík
22. Örn Ólafs­son, bók­mennta­fræðing­ur, Dan­mörku

miðvikudagur, 21. september 2016

Vésteinn Valgarðsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður

Vésteinn Valgarðsson stuðningsfulltrúi
Vésteinn Valgarðsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar Reykjavíkurkjördæmi norður haustið 2016. Vésteinn er fæddur 1980 og hefur starfað sem stuðningsfulltrúi á endurhæfingargeðdeild Landspítalans á Kleppi síðan 2001. Vésteinn er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands (BA 2005). Sambýliskona hans er Gunnvör Rósa Eyvindardóttir, stjórnmálafræðingur.
Vésteinn hefur lengi verið virkur í félagsstörfum og stjórnmálum, m.a. í Félaginu Íslandi-Palestínu, Samtökum hernaðarandstæðinga, Vantrú, Rauðum vettvangi og er varaformaður Alþýðufylkingarinnar. Vésteinn ritstýrði vefritinu Eggin.is frá 2003 til 2008. Vésteinn hefur verið trúnaðarmaður SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu á Kleppsspítala síðan 2006.

þriðjudagur, 20. september 2016

Guðmundur Magnússon leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Guðmundur Magnússon leikari
Guðmundur Magnússon leikari leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Alþingiskosningum 2016. Guðmundur er fæddur í Reykjavík 1947. Hann útskrifaðist sem leikari 1968. Guðmundur varð fyrir slysi 1976 og hefur verið lamaður síðan. Hann hefur starfað með Sjálfsbjörg, SEM samtökunum og Öryrkjabandalaginu, og var formaður ÖBÍ í fjögur ár.
Guðmundur hefur unnið sem leikari og leikstjóri, kennt á námskeiðum í leiklist og framsögn og við Herynar- og talmeinastöðina. Hann hefur verið forstöðumaður Dagvistar Sjálfsbjargarheimilisins.
Aðgengismál fatlaðra hafa verið Guðmundi mjög hugleikin og hann segir leiðarljós sitt vera samning Sameinuðu þjóðanna um rétt fólks með fötlun. Hann situr í verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð.
Guðmundur var í KSML þegar hann var ungur. Hann er stofnfélagi í Vinstri-grænum og var varaþingmaður þeirra fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður, og sat sem slíkur á þingi 2005 og 2008.

fimmtudagur, 15. september 2016

Listi Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

Alþýðufylkingin í Norðausturkjördæmi hefur gengið frá framboðslista sínum fyrir alþingiskosningar 29. október 2016:
Þorsteinn Bergsson

1. Þorsteinn Bergsson, bóndi, Unaósi, Fljótsdalshéraði

2. Björgvin Rúnar Leifsson, sjávarlíffræðingur, Húsavík

3. Karólína Einarsdóttir, doktorsnemi, Uppsölum, Svíþjóð

4. Baldvin H. Sigurðsson, matreiðslumaður, Akureyri

5. Drengur Óla Þorsteinsson, lögfræðingur, Reykjavík

6. Anna Hrefnudóttir, myndlistakona, Stöðvarfirði

7.  Stefán Rögnvaldsson, bóndi, Leifsstöðum, Öxarfirði

8. Þórarinn Hjartarson, stálsmiður, Akureyri

9. Ragnhildur Hallgrímsdóttir, leikskólakennari, Reykjavík

10. Kári Þorgrímsson, bóndi, Garði II, Mývatnssveit

11. Stefán Smári Magnússon, verkamaður, Seyðisfirði

12. Guðmundur Beck, verkamaður, Gröf 3, Eyjafjarðarsveit

13. Arinbjörn Árnason, fyrrv. bóndi, Egilsstöðum

14. Ingvar Þorsteinsson, nemi, Unaósi Fljótsdalshéraði

15. Þórarinn Sigurður Andrésson, listamaður og skáld, Seyðisfirði

16. Erla María Björgvinsdóttir, verslunarstjóri, Kópavogi

17. Valdimar Stefánsson, framhaldsskólakennari, Húsavík

18. Aðalsteinn Bergdal, leikari, Hrísey

19. Ólína Jónsdóttir, fyrrv. aðstoðarskólastjóri, Akranesi

20. Ólafur Þ. Jónsson, skipasmiður, Akureyri

þriðjudagur, 13. september 2016

Fjögurra ára áætlunin

Alþýðufylkingin býður fram til Alþingis í haust eins og í síðustu kosningum. Í kosningunum 2013 heyrðist sú gagnrýni að stefnuskrá flokksins væri helst til almennt orðuð og tillögur ekki nógu rækilega útfærðar. Við höfum ekki neitað því í sjálfu sér -- enda var lagt upp með að stefnuskráin ætti að verða stutt og að hún ætti að gefa tóninn fyrir stefnuna. En undanfarna mánuði hefur flokkurinn unnið að rækilegri kosningastefnuskrá: Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem nú er tilbúin og birtist í fyrsta sinn á internetinu í dag.

Ef lýsa ætti stefnu Alþýðufylkingarinnar með einu orði, væri það orð „félagsvæðing“. Félagsvæðing er andstæðan við markaðsvæðingu; sú stefna að reka sér í lagi innviði samfélagsins sem þjónustu en ekki í gróðaskyni, þannig að enginn geti haft þá sér að féþúfu heldur komi „gróðinn“ fram sem betri lífskjör fyrir almenning í landinu. Þetta gildir bæði um heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngur, fjarskipti, orkuöflun og -dreifingu og annað það sem telst til samfélagslegra innviða. Félagsvæðing fjármálakerfisins er þó lykilatriði í stefnu flokksins.

Alþýðufylkingin segir: einkarekið fjármálakerfi sogar til sín verðmæti úr samfélaginu í formi vaxta af lánum. Til dæmis er vaxtakostnaður meira en helmingurinn af húsnæðisverði. Mundi einhver með öllum mjalla borga 65 milljónir fyrir fasteign sem er 30 milljóna virði? Flestir gera það nefnilega. Félagslega rekið fjármálakerfi væri í eigu ríkisins eða mögulega sveitarfélaga eða annarra félagslegra aðila. Það mundi sjá öllum almenningi fyrir hóflega háum en vaxtalausum húsnæðislánum.

Tryggingafélögin og lífeyrissjóðirnir eru hluti af fjármálakerfinu og ættu einnig að félagsvæðast. Í staðinn fyrir að uppsöfnunarsjóðir ávaxti sig með okurvöxtum á eigin sjóðsfélaga, tapi drjúgum hluta gróðans í braski og sjóðsfélagarnir nái varla endum saman í ellinni -- í stað þess á einn lífeyrir að gilda fyrir alla, borgaður af ríkinu, og skylduaðild að lífeyrissjóðum afnumin.

Hvað mundi þetta kosta? Mikið -- en þó ekki nema brot af því sem núverandi kerfi kostar. Mismunurinn, fjármunirnir sem sparast við að félagsvæða fjármálakerfið, á að endurreisa innviði samfélagsins, fyrst og fremst heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og skólakerfið.

Ef Alþýðufylkingin kemst í ríkisstjórn erum við með skýran verkefnalista fyrir fyrstu dagana, kröfur sem eru lágmarkskröfur og ekki verður slegið af: (1) Uppfæra STRAX kjör öryrkja til samræmis við launaþróun í landinu, síðan þau voru fryst í hruninu. (2) Stöðva STRAX sölu ríkiseigna. (3) Láta Landspítalann STRAX hafa a.m.k. milljarð beint, áður en byrjað er á kerfisbreytingum.

Alþýðufylkingin er alfarið á móti Evrópusambandsaðild, vegna þess að hún mundi rígfesta okkur í þeirri markaðsvæðingu og markaðshyggju sem er leiðarstefið í efnahagsstefnu ESB. Við viljum halda fast í fullveldi landsins vegna þess að við viljum nota það til að bæta kjör alþýðunnar.

Meðan ég man, um daginn auglýstum við eftir frambjóðendum. Enn eru til laus sæti á framboðslistum, þannig að áhugasamir eru hvattir til að gefa sig fram.

Vésteinn Valgarðsson
varaformaður Alþýðufylkingarinnar

mánudagur, 12. september 2016

Þorsteinn Bergsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

Þorsteinn Bergsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í
Þorsteinn Bergsson
Alþingiskosningunum haustið 2016. Þorsteinn en fæddur 1964, bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði og sjálfstætt starfandi þýðandi. Kona hans er Soffía Ingvarsdóttir framhaldsskólakennari.

Á vettvangi stjórnmálanna hefur Þorsteinn um árabil talað sem málsvari eindreginnar vinstristefnu, umhverfisstefnu í anda sjálfbærrar þróunar og þess að stjórnvöld búi þegnum þjóðfélagsins, hver sem efnahagur þeirra eða búseta er, frá sinni hendi sem jafnasta aðstöðu.

Framboðslisti Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi verður kynntur seinna í vikunni.

föstudagur, 9. september 2016

Þorvaldur í Harmageddon

Í gærmorgun fengu Harmageddon-menn á X-inu góðan gest í þáttinn, en það var enginn annar en Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar. Hlustið á þetta hressandi viðtal: HÉR!

miðvikudagur, 7. september 2016

4 ára áætlun Alþýðufylkingarinnar

Undanfarna mánuði hefur Alþýðufylkingin unnið að viðamikilli kosningastefnuskrá. Nú er kominn tími til að þetta mikla skjal birtist hér á síðunni, lesið:

föstudagur, 2. september 2016

Alþýðufylkingin á Fundi fólksins

Í dag og á morgun (fös. 2.9. og lau. 3.9.) fer Fundur fólksins fram í Norræna húsinu og í kring um það. Þar verður Alþýðufylkingin meðal þeirra hreyfinga sem kynna sig:

Í stjórnmálabúðum verður flokkurinn með viðveru allan tímann sem fundurinn stendur.

Kl. 14 á föstudag, í salnum Alto, heldur Bandalag íslenskra listamanna pallborðsumræður um menningarstefnu stjórnmálaflokkanna. Þar verður Kristian Guttesen talsmaður Alþýðufylkingarinnar.

Kl. 15:30 á föstudag, í umræðutjaldi 2, er umræðufundur um loftslagsmál, þar sem Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar verður talsmaður Alþýðufylkingarinnar.

Kl. 12 á laugardag, í gróðurhúsinu, verður svo kynning á stefnu Alþýðufylkingarinnar, sem Þorvaldur sér mestmegnis um.