miðvikudagur, 23. nóvember 2016

Stofnfundur Alþýðufylkingarinnar Norðausturkjördæmi á laugardag

Alþýðufylkingin boðar til stofnfundar kjördæmisfélags flokksins í Norðausturkjördæmi í Heiðarbæ í Reykjahverfi laugardaginn 26. nóvember 2016 kl. 15:00.
Nýir félagar velkomnir!
Fundargjald er að lágmarki kr. 1.000,- (fundaraðstaða og kaffi er innifalið) en hægt er að kaupa bæði mat og gistingu á staðnum og fellur þá fundargjald niður.
Verð á kvöldmat er kr. 4.000,- (líkleg tímasetning er kl. 18)
Verð á gistingu (morgunverður innifalinn) er kr. 9.000,- (tveggja manna herbergi) eða 2.500,- (svefnpokapláss).
Heitur pottur á staðnum :)
Nánari upplýsingar veitir Björgvin R. Leifsson í síma 8636605 eða tölvupósti brl@brl.is
Félagsvæðing gegn markaðsvæðingu!