föstudagur, 18. nóvember 2016

Alþýðufylkingin keik: svæðisfélög í undirbúningi

Þótt Alþýðufylkingin hefði gjarnan viljað fá fleiri en 575 atkvæði í kosningunum í október, erum við ánægð með þann árangur sem við náðum við að kynna flokkinn og málstað hans. Nýja félaga hefur drifið að undanfarið.

Ólíkt öðrum flokkum erum við ekki háð þingsætum eða opinberum styrkjum, enda höfum við starfað án slíks frá upphafi. Nú fylgjum við kosningabaráttunni eftir með uppbyggingu flokksins. Á næstu 6-8 vikum stendur til að stofna kjördæmafélög.

Ef þið viljið vera með, en hafið ekki ennþá gengið til liðs við flokkinn, er ekki eftir neinu að bíða.

Vésteinn Valgarðsson
varaformaður