þriðjudagur, 29. nóvember 2016

Af stofnfundi Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

Stofnfundur Alþýðufylkingarinnar Norðausturkjördæmi var haldinn laugardaginn 26. nóvember 2016 í Heiðarbæ. Formaður er Björgvin R. Leifsson. Á fundinum voru samþykktar eftirtaldar ályktanir:

1. Ályktun um kjarabaráttu grunnkólakennara og afskiptasemi forseta ASÍ
Stofnfundur Alþýðufylkingarinnar Norðausturkjördæmi haldinn 26.11.2016 í Heiðarbæ lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu grunnskólakennara og fordæmir um leið afskiptasemi forseta Alþýðusambands Íslands og annarra aðila af baráttunni.

2. Almenn stjórnmálaályktun
Stofnfundur Alþýðufylkingarinnar Norðausturkjördæmi haldinn 26.11.2016 í Heiðarbæ skorar á væntanlega ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga að stöðva nú þegar alla einka- og markaðsvæðingu á innviðum samfélagsins en fara þess í stað að félagsvæða þessa sömu innviði á nýjan leik. Stórt skref í þá átt væri að félagsvæða fjármálakerfi landsins að fullu.

Félagsvæðing gegn markaðsvæðingu!