föstudagur, 28. október 2016

Veistu ekki hvað þú átt að kjósa? Hér er hugmynd:

Margir vita ekki hvað þeir eiga að kjósa á morgun. Þeim er vorkunn, enda getur valið að sönnu verið erfitt. Til að auðvelda íslenskum kjósendum valið, bendum við í Alþýðufylkingunni á viðtalsþáttinn "Forystusætið", þar sem formaður okkar Þorvaldur Þorvaldsson sat fyrir svörum um daginn. Horfið á þennan ágæta þátt hér: Þorvaldur í Forystusætinu.