miðvikudagur, 19. október 2016

Vef-Þjóðviljinn um tilurð Alþýðufylkingarinnar

Vef-Þjóðviljinn birti í gær greinarkorn þar sem var rakið hvernig Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefði stutt olíuleit á Drekasvæðinu, stóriðju á Bakka, IceSave-samninga, ESB-umsókn og loftárásir á Líbýu.
Greininni lýkur á þessum orðum:
Alþýðufylkingin er nefnilega ekki að bjóða fram að ástæðulausu. Vinstri sinnaðir andstæðingar olíuvinnslu í norðurhöfum og á Skjálfanda, stóriðjuvæðingar á Bakka, ríkisábyrgðar á skuldum auðvaldsins, umsóknar um ESB aðild og hernaðarbrölts þurfa að eiga einhvern kost í kosningunum.