miðvikudagur, 19. október 2016

Utanríkisstefna Alþýðufylkingarinnar (svar til Skuggakosninga)

Spurt er: Hver er stefna ykkar í utanríkismálum?
Svar: Við erum algjörlega á móti aðild að ESB vegna þess að við álítum ESB vera samsteypu auðvaldsríkja með það aðalmarkmið að verja hagsmuni evrópsks auðvalds, gegn almenningi í Evrópu og annars staðar. Við viljum að Ísland haldi fast í fullveldi sitt vegna þess að við viljum nota þann rétt sem fullveldið gefur, til þess að félagsvæða innviði landsins -- svo þeir þjóni almenningi en ekki auðvaldinu. ESB-aðild mundi trufla það alvarlega vegna þess að markaðsvæðing er stefna ESB, sem aðildarríkin þurfa að fylgja.

Við erum líka alfarið á móti því að Ísland taki þátt í fleiri árásarstríðum, og þess vegna viljum við að Ísland hætti í NATÓ, sem dró landið inn í stríðið gegn Júgóslavíu 1999, gegn Afganistan 2001 og gegn Líbýu 2011.

Í utanríkismálum viljum við að Ísland beiti sér fyrir friði, mannréttindum og umhverfisvernd, og gegn kapítalismanum sem ógnar þessu öllu.    

(Þetta svar hefur áður birst í umfjöllun Skuggakosninga um Alþýðufylkinguna).