þriðjudagur, 18. október 2016

Ný stjórnarskrá, afstaða Alþýðufylkingarinnar (svar til Skuggakosninga)

Spurt er: Hver er stefna ykkar þegar kemur að nýrri stjórnarskrá?
Svar: Við erum að mörgu leyti ánægð með frumvarp stjórnlagaráðs, t.d. með ákvæði um auðlindir í þjóðareign (sem þó mættu ganga lengra) og með beinni aðkomu almennings að ákvörðunum í gegn um þjóðaratkvæðagreiðslur (sem þó eru ekki nein töfralausn). Við erum ekki ánægð með 111. grein, um valdaframsal, vegna þess að við viljum ekki að Ísland framselji fullveldi sitt.

Við teljum stjórnarskrána hvorki eiga sök á kreppunni né spillingu í stjórnmálum almennt. Þess vegna teljum við ekki að ný stjórnarskrá sé svo mikilvæg að allt sé leggjandi í sölurnar fyrir hana.

Aðalbreytingarnar sem við teljum nauðsynlegar á Íslandi snúast þess vegna ekki um stjórnarskrána. Hins vegar verður tilefni til að skrifa nýja og róttækari stjórnarskrá í framtíðinni, þegar þessar breytingar eru orðnar.
   
(Þetta svar hefur áður birst í 
umfjöllun Skuggakosninga um Alþýðufylkinguna).