fimmtudagur, 6. október 2016

Hjálpum ungu fólki að flytja að heiman (svar til Skuggakosninga)

Spurt er: Ætlið þið að auðvelda ungu fólki að flytja að heiman? Hvernig?
Svar: Almenn stefna okkar í húsnæðismálum mundi gagnast öllum, nema þeim sem græða á okurlánum til heimilanna. Einn megintilgangur þess að félagsvæða fjármálakerfið er að við viljum tryggja öllum húsnæði án vaxtaklyfja af lánum. Það þýðir að þeir sem vilja kaupa húsnæði geti fengið hóflega stórt vaxtalaust lán. Félagslega rekin húsnæðisleigufélög eiga að tryggja nægt framboð á leiguhúsnæði til þess að húsnæðisskortur skrúfi ekki verðið upp. Þau eiga að vera fjármögnuð án vaxta, svo vextirnir séu ekki bara innbyggðir í markaðsverðið.

Þar sem hátt verð og lítið framboð eru aðalhindranirnar fyrir því að ungt fólk geti flutt úr foreldrahúsum, má geta nærri hvort þessar aðgerðir mundu ekki gagnast því stórlega.

(Þetta svar hefur áður birst í umfjöllun Skuggakosninga um Alþýðufylkinguna).