mánudagur, 10. október 2016

Félagslegt réttlæti er geðheilbrigðismál

Geðheilbrigðismál eru mál alls samfélagsins og einn mikilsverðasti mælikvarðinn eðli þess.

Það virðast flestir sammála um það í munninum, hvað vantar í íslenska geðheilbrigðisþjónustu. En á hverju strandar? Ég hef unnið á Kleppi síðan 2001 og veit af reynslunni, að allan þann tíma hefur geðheilbrigðiskerfið verið fjársvelt. Það er sama hvaða fjórflokkur hefur setið á ráðherrastólnum, kapítalisminn ræður ferðinni í raun.

Kapítalisminn reynir á geðheilsuna á margan hátt. Hann veldur óöryggi, fátækt, mismunun og atvinnuleysi, og áhyggjum og kvíða í kaupbæti.

Félagsvæðing er leiðin úr ógöngum kapítalismans, hún er andstæðan við markaðsvæðingu. Hún boðar mannsæmandi lífeyri, húsnæðiskerfi og heilbrigðiskerfi, með öryggi og velferð allra sem höfuðmarkmiðið.

Félagslegt réttlæti er geðheilbrigðismál. Leiðin þangað heitir félagsvæðing. Það er leið Alþýðufylkingarinnar.

----Vésteinn Valgarðsson
varaformaður Alþýðufylkingarinnar
oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður

Birtist í aukablaði Geðhjálpar með Fréttablaðinu 8. október 2016 í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins