fimmtudagur, 27. október 2016

Baráttufundur í kvöld

Alþýðufylkingin heldur baráttufund fimmtudagskvöldið 27. október kl. 20:00 í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105.

Glæsileg dagskrá listamanna og ávörp frambjóðenda. Tækifæri til að kynnast frambjóðendum flokksins í návígi eða eignast eftirsótta boli og aðra eigulega muni með merki flokksins. Fjáröflunaruppboð. Gagn og gaman.

Ávörp flytja:
Guðmundur Magnússon, oddviti í Suðvesturkjördæmi
Erna Baldvinsdóttur í Suðurkjördæmi og
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins

Blaz Roca og Sesar A stíga á stokk og skemmta eins og þeim einum er lagið

Júlía Margrét Einarsdóttir og Björk Þorgrímsdóttir lesa eigin ljóð

Sólveig Hauksdóttir deilir með okkur einhverju góðgæti

Allir velkomnir, nema nasistar og barnaníðingar.