mánudagur, 12. september 2016

Þorsteinn Bergsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

Þorsteinn Bergsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í
Þorsteinn Bergsson
Alþingiskosningunum haustið 2016. Þorsteinn en fæddur 1964, bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði og sjálfstætt starfandi þýðandi. Kona hans er Soffía Ingvarsdóttir framhaldsskólakennari.

Á vettvangi stjórnmálanna hefur Þorsteinn um árabil talað sem málsvari eindreginnar vinstristefnu, umhverfisstefnu í anda sjálfbærrar þróunar og þess að stjórnvöld búi þegnum þjóðfélagsins, hver sem efnahagur þeirra eða búseta er, frá sinni hendi sem jafnasta aðstöðu.

Framboðslisti Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi verður kynntur seinna í vikunni.