þriðjudagur, 20. september 2016

Guðmundur Magnússon leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Guðmundur Magnússon leikari
Guðmundur Magnússon leikari leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Alþingiskosningum 2016. Guðmundur er fæddur í Reykjavík 1947. Hann útskrifaðist sem leikari 1968. Guðmundur varð fyrir slysi 1976 og hefur verið lamaður síðan. Hann hefur starfað með Sjálfsbjörg, SEM samtökunum og Öryrkjabandalaginu, og var formaður ÖBÍ í fjögur ár.
Guðmundur hefur unnið sem leikari og leikstjóri, kennt á námskeiðum í leiklist og framsögn og við Herynar- og talmeinastöðina. Hann hefur verið forstöðumaður Dagvistar Sjálfsbjargarheimilisins.
Aðgengismál fatlaðra hafa verið Guðmundi mjög hugleikin og hann segir leiðarljós sitt vera samning Sameinuðu þjóðanna um rétt fólks með fötlun. Hann situr í verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð.
Guðmundur var í KSML þegar hann var ungur. Hann er stofnfélagi í Vinstri-grænum og var varaþingmaður þeirra fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður, og sat sem slíkur á þingi 2005 og 2008.