föstudagur, 2. september 2016

Alþýðufylkingin á Fundi fólksins

Í dag og á morgun (fös. 2.9. og lau. 3.9.) fer Fundur fólksins fram í Norræna húsinu og í kring um það. Þar verður Alþýðufylkingin meðal þeirra hreyfinga sem kynna sig:

Í stjórnmálabúðum verður flokkurinn með viðveru allan tímann sem fundurinn stendur.

Kl. 14 á föstudag, í salnum Alto, heldur Bandalag íslenskra listamanna pallborðsumræður um menningarstefnu stjórnmálaflokkanna. Þar verður Kristian Guttesen talsmaður Alþýðufylkingarinnar.

Kl. 15:30 á föstudag, í umræðutjaldi 2, er umræðufundur um loftslagsmál, þar sem Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar verður talsmaður Alþýðufylkingarinnar.

Kl. 12 á laugardag, í gróðurhúsinu, verður svo kynning á stefnu Alþýðufylkingarinnar, sem Þorvaldur sér mestmegnis um.