miðvikudagur, 17. febrúar 2016

Alþýðufylking: Opinn fundur í Reykjavík nk. laugardag

Fréttatilkynning:
Hvað vill Alþýðufylkingin?
Opinn kynningarfundur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87,
laugardaginn 20. febrúar kl. 13.

Eftir fundaröð Alþýðufylkingarinnar víðs vegar um landið, er röðin komin að Reykjavík. Alþýðufylkingin boðar til opins kynningar- og umræðufundar laugardaginn 20. febrúar kl. 13, í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.

Þar gefst kostur á að ræða um stefnu og framtíðarsýn Alþýðufylkingarinnar. Afstaða til ýmissa mála verður reifuð og áform flokksins í náinni framtíð, meðal annars í næstu kosningum til Alþingis.

Allir eru velkomnir og geta lagt sitt til málanna.

Heitt verður á könnunni og í kolunum.

Nánari upplýsingar:
Vésteinn Valgarðsson, s.: 8629067, vangaveltur@yahoo.com
Þorvaldur Þorvaldsson, s.: 8959564, vivaldi@internet.is
Alþýðufylkingin.is / althydufylkingin@gmail.com


Alþýðufylkingin er vinstriflokkur sem leggur áherlu á að virkja alþýðuna til baráttu gegn alræði auðstéttarinnar. Lykillinn að breyttu samfélagi almenningi til hagsbóta er félagsvæðing fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins.