þriðjudagur, 24. nóvember 2015

Landsfundur Alþýðufylkingarinnar um næstu helgi

Landsfundur Alþýðufylkingarinnar verður haldinn laugardaginn 28. nóvember og sunnudaginn 29. nóvember í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Hann hefst klukkan 11 á laugardeginum. Á laugardagskvöldinu verður landsfundarfagnaður. Allir félagar flokksins hafa fullan þátttökurétt á fundinum. Áhugasamir eru velkomnir sem gestir en auðvitað án atkvæðisréttar.

Á sunnudeginum mun Alþýðufylkingin svo taka þátt
 í loftslagsgöngunni sem hefst á Drekasvæðinu (horni Njálsgötu og Frakkastígs) kl. 14.

Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Þorvaldsson í síma 8959564 -- myndir sem fjölmiðlar mega nota með fréttum eru hér.

fimmtudagur, 12. nóvember 2015

Alþýðufylkingin fundar á Selfossi nk. þriðjudagskvöld

Alþýðufylkingin heldur fund á Kaffi Krús á Selfossi þriðjudagskvöld 17. nóvember kl. 20. Þorvaldur Þorvaldsson og Vésteinn Valgarðsson skýra stefnu flokksins og afstöðu til brýnna mála samtímans og taka þátt í umræðum.

Alþýðufylkingin var stofnuð í ársbyrjun 2013 og bauð fram í Reykjavíkurkjördæmum í Alþingiskosningunum það ár og í borgarstjórnarkosningunum árið eftir. Flokkurinn stefnir nú að framboði í öllum kjördæmum í næstu kosningum og vill þannig tryggja að vinstrivalkostur verði í boði.

Stefna Alþýðufylkingarinnar byggir á því að auka beri vægi félagslegra lausna í hagkerfinu og í samfélaginu á kostnað markaðsvæðingar. Það sé frumskilyrði fyrir auknum jöfnuði og farsæld. Á fundinum verður fjallað um framtíðarsýn flokksins og leiðir að henni, en einnig hlustað á sjónarmið fundarmanna. Allir áhugasamir eru velkomnir.

fimmtudagur, 5. nóvember 2015

Málþing um marxismann nk. laugardag

Alþýðufylkingin vekur athygli á þessu merkilega málþingi:
Rauður vettvangur efnir til málþings um marxisma á vorum dögum laugardaginn 7. nóvember kl. 15 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar). Rætt verður um erindi marxismans við nútímann og nokkur helstu álitamál í þeim efnum. Framsögumenn: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Attac, Vésteinn Valgarðsson, formaður Rauðs vettvangs, Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar. Umræður verða að loknu hverju framsöguerindi og einnig í lokin. 
Allir eru velkomnir!

mánudagur, 2. nóvember 2015

Alþýðufylkingin fundar á Akureyri

Alþýðufylkingin boðar til kynningar- og spjallfundar á Bláu könnunni á Akureyri mánudaginn 2. nóvember kl. 20.

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, skýrir stefnu flokksins og tekur þátt í umræðum.

Allir eru velkomnir,

Alþýðufylkingin