þriðjudagur, 24. nóvember 2015

Landsfundur Alþýðufylkingarinnar um næstu helgi

Landsfundur Alþýðufylkingarinnar verður haldinn laugardaginn 28. nóvember og sunnudaginn 29. nóvember í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Hann hefst klukkan 11 á laugardeginum. Á laugardagskvöldinu verður landsfundarfagnaður. Allir félagar flokksins hafa fullan þátttökurétt á fundinum. Áhugasamir eru velkomnir sem gestir en auðvitað án atkvæðisréttar.

Á sunnudeginum mun Alþýðufylkingin svo taka þátt
 í loftslagsgöngunni sem hefst á Drekasvæðinu (horni Njálsgötu og Frakkastígs) kl. 14.

Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Þorvaldsson í síma 8959564 -- myndir sem fjölmiðlar mega nota með fréttum eru hér.