fimmtudagur, 26. febrúar 2015

Alþýðufylkingin sér um málsverð í Friðarhúsi á morgun

Af augljósum ástæðum er rétt að Alþýðufylkingin veki athygli á þessum gómsæta kvöldverði annað kvöld, föstukvöldið 27.2.:
Næsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 27. febúar nk. Það verða félagar í Alþýðufylkingunni sem sjá um eldamennskuna að þessu sinni.
Matseðill:
* Lasagne að hætti hússins
* Grænmetislasagne að hætti hússins
* Salat og heimabakað brauð með hvítlaukssmjöri að hætti hússins
* Kaffi, gulrótarkaka og súkkulaðikaka í eftirrétt
Að borðhaldi loknu mun hinn frábæri trúbador Skúli mennski skemmta gestum.
Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2.000. Allir friðarsinnar velkomnir.
Sjáumst þar!
(Ef einhver veit það ekki ennþá, þá er Friðarhús félagsheimili Samtaka hernaðarandstæðinga og er staðsett á Njásgötu 87, horni Snorrabrautar.)