mánudagur, 26. maí 2014

Ályktun um skaðaminnkunarstefnu í eiturlyfjamálum


Framkvæmdastjórn Alþýðufylkingarinnar lýsir yfir stuðningi við þingsályktun þá sem Alþingi samþykkti þann 16. maí sl. og óskum þingflokki Pírata og öðrum flutningsmönnum til hamingju með hana. Það er löngu tímabært að endurskoða hvernig tekið er á fíkniefnavandanum á Íslandi og þar hlýtur skaðaminnkun að vera bæði mannúðlegri og árangursríkari nálgun heldur en refsistefna. Fíkn er sjúkdómur, ekki glæpur, og ber því fyrst og fremst að meðhöndla sem heilbrigðisvandamál.
Framkvæmdastjórn Alþýðufylkingarinnar
25. maí 2014