föstudagur, 15. nóvember 2013

Ályktun Alþýðufylkingarinnar um rafmagnssæstreng

Ályktun landsfundar Alþýðufylkingarinnar 8.-9. nóvember 2013 um rafmagnssæstreng

Landsfundur Alþýðufylkingarinnar, haldinn 8.-9. nóvember 2013, hafnar alfarið framkomnum hugmyndum um lagningu rafmagnssæstrengs mili Íslands og Skotlands. Jafnvel þó að slík sæstrengslögn væri tæknilega möguleg þá myndi fjárfesting af þeirri stærðargráðu kalla á stórfellda rányrkju á íslenskum orkuauðlindum og stórhækkun á raforkuverði innanlands. Ennfremur sýnir reynslan að framkvæmdir af þessu tagi verða notaðar til að auka einkavæðingu í raforkumálum þannig að gróðinn af aukinni veltu verði einkavæddur en kostnaðinum af fjárfestingunni velt yfir á almenning. Mikilvægt er að koma í veg fyrir þessa framkvæmd sem fyrst þar sem erfiðara er að stöðva hana á síðari stigum.