þriðjudagur, 30. apríl 2013

Rauður 1. maí

Alþýðufylkingin verður með stóran borða, rauða fána og fleira á fyrsta maí. Áhugasamir þátttakendur gefi sig fram við okkur á Hlemmi, í göngunni eða á Ingólfstorgi -- þið finnið okkur í námunda við gríðarstóran borða sem stendur "Alþýðufylkingin" á.

Klukkan 20 um kvöldið heldur Alþýðufylkingin svo Rauðan fyrsta maí. Hann verður í kosningamiðstöðinni okkar að Hverfisgötu 82. Þar verða góð stemmning og góður félagsskapur.