sunnudagur, 14. apríl 2013

Okkur vantar undirskriftir -- í dag

Alþýðufylkingin fékk þær fréttir í gær að nokkur fjöldi undirskrifta meðmælenda með framboðinu hefði verið ógildur, og því vantar okkur nokkurn fjölda nýrra undirskrifta, en að vísu bara í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ef einhverjir velunnarar eru á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi suður (sunnar Hringbrautar, Miklubrautar og Vesturlandsvegar) og ekki búnir að skrifa undir meðmæli með neinu framboði, þá biðjum við þá að koma við í kosningamiðstöðinni í dag -- Hverfisgötu 82 -- og skrifa undir meðmæli með framboðinu. Það verður heitt á könnunni. Sjáumst!