þriðjudagur, 9. apríl 2013

Fundur í kvöld -- góður mórall

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður, heldur framsögu um félagsvæðingu í kvöld, þriðjukvöldið 9. apríl kl. 20:00, í kosningamiðstöð Alþýðufylkingarinnar að Hverfisgötu 82: Hvað er félagsvæðing? Út á hvað gengur hún? Af hverju er hún lykillinn að farsælli efnahagsstefnu fyrir Ísland? Hver græðir á henni og hver tapar á henni? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í framsögunni. Einnig má benda fólki á að lesa Félagsvæðingu fjármálastarfseminnar
-- -- -- --
Nú er Alþýðufylkingin á lokametrunum að ganga frá framboði í báðum Reykjavíkurkjördæmunum, og það er ekkert plat að við erum bjartsýn og brött. Eins Þorvaldur sagði í Sjónvarpinu í fyrradag, þá erum við komin til að vera, hvað svo sem kemur út úr þessum kosningum. Okkur miðar nú þegar vel við að byggja upp hreyfingu sem hefur metnaðarfyllra markmið en að verða enn einn krataflokkurinn. Þegar framboðið er komið í höfn getum við auk þess snúið okkur í meiri mæli að því að kynna okkur og stefnuskrána okkar, sem við höfum tröllatrú á. Þannig að mórallinn er góður og við teljum okkur eiga möguleika á að bæta verulega miklu fylgi við okkur.