mánudagur, 22. apríl 2013

Dagskrá vikunnar

Í þessari viku verður lengri opnunartími í kosningamiðstöð Alþýðufylkingarinnar, Hverfisgötu 82, en verið hefur -- það verður opið frá 12 til 18 alla daga. Auk þess:
Þriðjukvöldið 23. apríl verður fundur um umhverfismál kl. 20:00.
Miðvikukvöldið 24. apríl hagyrðingakvöld (ljóðakvöld nr. 6) og koma fram Bjarki Karlsson, Eyvindur P. Eiríksson, Jón Ingvar Jónsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Steindór Andersen, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson.
Að kvöldi kjördags, laugardagskvöld 27. apríl, verður kosningavaka, sem hefst kl. 20:00 og lýkur seint.