föstudagur, 29. mars 2013

Skemmtikvöld 30. mars


Laugardaginn 30. mars verður skemmtikvöld í kosningarmiðstöð Alþýðufylkingarinnar á Hverfisgötu 82 og byrjar klukkan 20.30:

Unnur Sara Eldjárn syngur og spilar á gítar.

Alda Ingibergsdóttir syngur nokkur lög.

Spunaflokkur stígur á stokk og etur kappi við úrvalslið Alþýðufylkingarinnar.

Ýmsar veitingar í boði. Sumar jafnvel forvitnilegar.