fimmtudagur, 28. mars 2013

Ljóðakvöld Alþýðufylkingarinnar 3. apríl

Alþýðufylkingin heldur sitt þriðja ljóðakvöld miðvikudagskvöldið 3. apríl, í kosningamiðstöðinni að Hverfisgötu 82 (þar sem Lucky Records voru áður til húsa). Fram koma:

Anna S. Björnsdóttir
Bára Huld Sigfúsdóttir
Valdimar Tómasson
Þór Stefánsson
Þórey Mjallhvít Heiðardóttir Ómarsdóttir

Kosningamiðstöðin er opin virka daga milli kl. 15 og 18, þar er heitt á könnunni og hægt að skrifa sig sem meðmælanda með framboðinu og leggja fram frjáls framlög í baráttusjóðinn. Sjáumst!