sunnudagur, 17. mars 2013

Alþýðufylkingin: Dagskrá kosningamiðstöðvar næstu daga

Kosningamiðstöð Alþýðufylkingarinnar er að Hverfisgötu 82 (þar sem Lucky Records var áður til húsa). Þar er opið virka daga frá kl. 15 til 18, fyrst um sinn, og þar að auki ýmsir viðburðir sem eru auglýstir sérstaklega.

Dagskrá næstu daga:

Þriðjudagur 19. mars kl. 20.

Hvers vegna eigum við ekki að ganga í Evrópusambandið?
Framsaga: Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar.
Umræður - Heitt á könnunni - Allir velkomnir.
_____

Miðvikudagur 20. mars kl. 20.

Ljóðakvöld - skáld lesa úr verkum sínum

Einar Már Guðmundsson
Bjarni Bernharður
Heiðrún Ólafsdóttir
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Heitt á könnunni - Allir velkomnir
_____

Fimmtudagur 21. mars kl. 20.

Fundur um starf ungmenna með Alþýðufylkingunni.
Starfshópur ungs fólks í Alþýðufylkingunni boðar til umræðu um skipulag ungs fólk og starf með Alþýðufylkingunni. 

Heitt á könnunni og allir velkomnir