miðvikudagur, 27. febrúar 2013

Leggjum ekki sæstreng!

Fjallað var um lagningu sæstrengs á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi, og segir í þeirri frétt:
Lagning sæstrengs frá Íslandi til Evrópu til að selja raforku gæti kostað 350 milljarða íslenskra króna. Sala á raforku til Evrópu gæti þýtt að raforkuverð til íslenskra heimila hækki umtalsvert.
Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, fjallaði um þjóðhagsleg áhrif slíkrar framkvæmdar á málþingi í Hörpu í dag. Í máli hans kom fram að margvíslegur ávinningur gæti orðið af raforkusölu í gegnum sæstreng. „Við mundum hafa þarna tækifæri til að selja raforkuna sem við framleiðum hér, dýrar, af því að verð í Evrópu er töluvert hærra en hér.“
Þetta gæti hins vegar þýtt að raforkuverð til heimila og fyrirtækja hækkaði. Sem dæmi nefndi hann að 20 prósenta hækkun á raforkuverði myndi þýða að verð á raforku til meðalheimilis myndi hækka um 7 prósent á ári og hækki raforkuverð um 50 prósent þá hækki verðið til heimilanna um 19 prósent og færi að meðaltali úr 79 þúsund krónum í 94 þúsund krónur á ári.
Athygli vekur að þetta er í algjörum samhljómi við ályktun framhaldsstofnfundar Alþýðufylkingarinnar um umverfis- og auðlindamál. Gunndar Haraldsson „segir að það sé fyrst og fremst pólitísk spurning til hvaða aðgerða sé hægt að grípa, til að verja heimilin gagnvart slíkri hækkun“ -- það er öldungis rétt hjá honum, og það vill svo til að Alþýðufylkingin hefur einmitt pólitískt svar við þeirri pólitísku spurningu: Við leggjum engar sæstreng til Evrópu til þess að selja raforku!