mánudagur, 18. febrúar 2013

Ályktun um stríð og friðÁlyktun framhaldsstofnfundar Alþýðufylkingarinnar 16.2. 2013 um friðarmál

Nú þegar 10 ár eru liðin frá innrás Bandaríkjanna, Bretlands og fleiri ríkja í Írak hafa allar verstu spár komið fram. Íraska samfélagið hefur þurft að líða miklar þjáningar og allir innviðir þess eru í rúst. Fyrir 10 árum reis upp öflug hreyfing um allan heim gegn stríðinu og fyrir friði. Þessi hreyfing hefur síðan látið mikið undan og að sama skapi hafa heimsvaldaríkin farið með vaxandi yfirgangi og ofbeldi með minnkandi mótspyrnu. Þetta á ekki aðeins við í Írak og Afganistan, heldur einnig Líbýu, Sýrland og víðar.

Kreppa kapítalismans skapar vaxandi stríðshættu um allan heim. Það er því nauðsynlegt að efla friðarhreyfinguna svo hún verði fær um að beita sér gegn stríðsátökum á byrjunarstigi.