mánudagur, 18. febrúar 2013

Af framhaldsstofnfundi Alþýðufylkingarinnar

Á velheppnuðum framhaldsstofnfundi Alþýðufylkingarinnar sl. laugardag var stefnuskráin samþykkt formlega, ásamt fjórum ályktunum.

Í framkvæmdastjórn voru kjörin: Claudia Overesch, Einar Andrésson, Óskar Höskuldsson, Sigríður Kristín Kristjánsdóttir, Tinna Þorvaldsdóttir, Vésteinn Valgarðsson (varaformaður) og Þorvaldur Þorvaldsson (formaður). Auk þeirra voru kjörin í miðstjórn: Björgvin Rúnar Leifsson, Gyða Jónsdóttir, Jóhannes Ragnarsson og Reynir Snær Valdimarsson.