sunnudagur, 13. janúar 2013

Stofnyfirlýsing Alþýðufylkingarinnar

Fundur haldinn í Friðarhúsi 12. janúar 2013 samþykkir að stofna ný stjórnmálasamtök undir nafninu Alþýðufylkingin á grundvelli fyrirliggjandi draga að stefnuskrá og lögum. Fundurinn kýs bráðabirgðastjórn sem starfar fram að framhaldsstofnfundi, sem halda skal í febrúar, þar sem störfum stofnfundar lýkur. Þeir sem ganga til liðs við Alþýðufylkinguna fram að þeim tíma teljast stofnfélagar.