miðvikudagur, 30. janúar 2013

Alþýðufylkingin sækir um listabókstaf

Síðdegis í dag fóru fulltrúar Alþýðufylkingarinnar í Innanríkisráðuneytið og skiluðu inn umsókn um listabókstaf, með undirskriftum rúmlega 300 kosningabærra Íslendinga. Sótt er um bókstafinn R.

föstudagur, 25. janúar 2013

miðvikudagur, 23. janúar 2013

Alþýðufylkingin í Harmageddon

Þorvaldur Þorvaldsson, sem er í bráðabirgðastjórn Alþýðufylkingarinnar, fór í viðtal í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 á þriðjudaginn í síðustu viku. Hægt er að hlusta á viðtalið á netinu, slóðin er hér: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP16427

sunnudagur, 13. janúar 2013

Stofnyfirlýsing Alþýðufylkingarinnar

Fundur haldinn í Friðarhúsi 12. janúar 2013 samþykkir að stofna ný stjórnmálasamtök undir nafninu Alþýðufylkingin á grundvelli fyrirliggjandi draga að stefnuskrá og lögum. Fundurinn kýs bráðabirgðastjórn sem starfar fram að framhaldsstofnfundi, sem halda skal í febrúar, þar sem störfum stofnfundar lýkur. Þeir sem ganga til liðs við Alþýðufylkinguna fram að þeim tíma teljast stofnfélagar.

Ályktun stofnfundar Alþýðufylkingarinnar 12. janúar 2013

Undanfarin ár hefur kreppan varpað skýru ljósi á brestina í íslensku samfélagi. Kapítalisminn leiðir af sér ójöfnuð og kreppu. Kreppunni slotar ekki með aukinni veltu í hagkerfinu eins og allir aðrir flokkar boða, og þeim mun síður sem fjármálakerfið drottnar yfir efnahagslífinu og mergsýgur það. Aukin velta þýðir að óbreyttu aðeins að fámennur forréttindahópur getur dregið til sín meiri gróða en skuldunum sem fylgja er velt yfir á almenning. Þetta er gömul saga og ný sem íslenska þjóðin hefur ferska reynslu af.  

Alþýðufylkingin boðar þess í stað aukinn jöfnuð í samfélaginu sem náð verði fram með auknu vægi hins félagslega í hagkerfinu. Stefnt verði að því að allir innviðir samfélagsins verði félagslega reknir  og þá ekki síst fjármálakerfið sem þar með hættir að féfletta samfélagið í þágu lítils minnihluta.

Um þetta blogg

Þetta blogg er bráðabirgðavefur Alþýðufylkingarinnar. Stofnfundur hennar var haldinn 12. janúar 2013 og framhaldsstofnfundur verður haldinn í febrúar. Í bráðabirgðastjórn eru Einar Andrésson, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson og til vara Björgvin R. Leifsson, Óskar Höskuldsson og Tinna Þorvaldsd. Önnudóttir. Hér verða birtar ályktanir, tilkynningar, fréttir, fundarboð og fleira. Ábyrgðarmaður bloggsins er Vésteinn Valgarðsson.